Notandi:Martin/Einfaldar mælingar/Stærðir og einingar

Úr Kennarakvikan

Þegar þú ferð að vinna með mælistærðir er gott að vita hvað átt er við með stærðum, gildum, og einingum. Stærð er það sem er mælt (t.d. ákveðin vegalengd eða tími), gildi er það hver stærðin er í ákveðnu tilviki (t.d. er lengd staðlaðrar hlaupabrautar 400 metrar), en eining segir við hvað gildið er miðað (t.d. metrar í fyrra tilviki).

Almennt má setja fram gildi stærða með mörgum ólíkum einingum. Það má t.d. mæla vegalengd í metrum, sentímetrum, kílómetrum, eða jafnvel þumlungum, fetum, eða sjómílum. Eins má mæla tíma í sekúndum, árum, eða öðrum tímaeiningum. Þannig getum við talað um stærðina aldur og gefið upp gildi aldursins sem 12 ár, 144 mánuði, eða 4383 daga, allt eftir því hvaða eining okkur þykir henta.

Stundum er talað um að mæla metrana á einhverju, en það er ruglingslegt orðalag. Betur fer að tala um að mæla lengd einhvers því við erum í raun ekkert að krefjast þess að gildi stærðarinnar sé gefið upp í ákveðinni einingu (en ef við viljum ákveðna einingu væri réttast að tala um að mæla lengd einhvers í metrum).

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Hitastig = 37 °C

Stærð: "Hitastig"
Gildi: "37 °C"
Eining: "°C"

Verkefni[breyta | breyta frumkóða]

Merktu hvort þessi hugtök eru stærðir eða einingar:

  • míla
  • ár
  • millímetrar
  • massi
  • Celsíus
  • þumlungur
  • kraftur
  • vegalengd
  • tími
  • metrar
  • klukkustund
  • dagur
  • Newton
  • metrar á sekúndu
  • þrýstingur
  • hraði
  • sekúndur
  • kílógramm
  • flóðhestur
  • hitastig
  • ljósár
  • kílómetrar á klukkustund