Sykurpróf

Úr Kennarakvikan

Inngangur[breyta | breyta frumkóða]

Trommers-próf er aðferð til að greina einfaldar sykurtegundir, eins og þrúgusykur. Áður fyrr var þessi aðferð notuð til að mæla sykur í þvagi, til dæmis hjá sykursýkisjúklingum. Nú eru notaðir litaðir strimlar (prófstafir) til að mæla sömu efnin

Efni og áhöld[breyta | breyta frumkóða]

Áhöld Efni
Vírnet Þrúgusykur
Þrífót Benediktslausn
brennari Ýmis matvæli
Teskeið
Tilraunaglös
glasagrind
500 ml Bikarglas
Dropateljari

Verklýsing[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fylltu bikarglasið að hálfu af vatni.
  2. Hitaðu vatnið með brennara þangað til það fer að sjóða. Slökktu þá á brennaranum.
  3. Á meðan vatnið hitnar skaltu fylla 2 tilraunaglas að þriðjungshluta af vatni. Í annað glasið helltu út í það hálfri teskeið af þrúgusykri. Settu þumalinn fyrir opið á glasinu og hristu.
  4. Bættu nokkrum dropum af benediktslausn í tilraunaglösin þangað til að lausnin verður ljósblá/blá á litinn.
  5. Settu tilraunaglösin ofan í bikarglasið með heita vatninu. Bíddu í nokkrar mínútur þar til blái liturinn breytist. Hvernig verður lausnin á litinn? Litabreyting í Trommers-prófi sýnir að einfaldur sykur er í lausninni.

Ef það er tími til að framkvæma

  1. Gerðu Trommers-próf á maukaðri rúsínu. Hver er tilgátan þín?
  2. Prófaðu hvort nokkur önnur algeng matvæli innihaldi einfaldan sykur.