Tink@School/Skuggalist með (sjávar) rusli

Úr Kennarakvikan

Um verkefnið[breyta | breyta frumkóða]

Þátttakendur gera tilraunir með ljós og skugga og skapa skuggalistaverk, sem segir ákveðna sögu, úr endurvinnanlegum efnivið eða rusli sem finnst við hreinsunarátak. Innblástur fyrir sköpunarverkin getur komið út frá efniviðnum sjálfum, tengst umhverfismálum eða öðru sem hefur ákveðna þýðingu fyrir þátttakendur.  

* Verkefnið er unnið í framhaldi af hreinsunarátaki í náttúrunni t.d. í fjöru, við árbakka eða í garði.  Rusli er safnað saman ásamt náttúrulegum efnivið eins og illgresi, greinum, fjöðrum, skeljum o.s.frv.  

Tímalengd 90 mínútur
Markhópur Nemendur 9+ og/eða fjölskyldur
Tenging við námskrá Verkefnið má tengja við námsgreinar í umhverfismennt og listum ásamt eðlisfræði (ljós, skuggi og tengingar)
Aðrar upplýsingar Getur farið fram innan- eða utandyra. Verkefnið unnið í framhaldi af hreinsunarátaki í umhverfinu t.d. í fjöru, í garði eða við árbakka.  

Tenging við sjálfbærni[breyta | breyta frumkóða]

Lagt er til að verkefnið tengist hreinsunarátaki í náttúrunni (t.d. í fjöru, votlendi eða við árbakka) sem getur í sjálfu sér verið áhrifarík reynsla með tilliti til magns af rusli sem safnast oft saman á þessum stöðum. Jafnvel á  svæðum sem virðast í fljótu bragði nokkuð snyrtileg getur verið mikið magn af smáu rusli (t.d. sígarettustubbar og plastagnir). Fyrirferðameiri úrgangur safnast oft á tíðum upp yfir vetrartímann á opnum svæðum.

Verkefnið gefur tækifæri til að ræða um þá listamenn sem vinna með ýmis úrgangsefni í list sinni víða um heiminn. Ef hreinsunarátak passar ekki inn í áætlun leiðbeinanda þá geta þátttakendur komið með efnivið sem fellur til að heiman úr endurvinnslufötunni (magn og fjöldi hluta sem hent er daglega getur verið jafn áhrifamikið).

Nemendur eru beðnir um að þvo ílát og annan efnivið áður en komið er með hann í skólann.

Öryggismál[breyta | breyta frumkóða]

Hætta Ráðleggingar
Hætta á skurðum vegna glerbrota eða oddhvassra hluta. Ræðið við nemendur fyrir hreinsun og bendið á hættuna.

Notið hanska þegar ruslinu er safnað saman.

Forðist að nota slíkan efnivið í verkefninu.

Skítugt og hættulegt rusl eins og sígarettustubbar Notið hanska. Ef plast er skítugt er gott að skola aðeins af því til að fjarlægja t.d. sand og illgresi.

Forðist að nota hluti sem eru of óhreinir í verkefnið.

Dúkahnífar og aðrir hnífar Notið skurðarmottu og eftirlit með notkun.

Nauðsynlegur efniviður[breyta | breyta frumkóða]

Hlutir Athugasemdir Alls
Fjölbreyttur efniviður í þrívídd frá hreinsunarátaki. Þátttakendur eru beðnir um að taka frá þrjá hluti sem vekja sérstaka athygli við hreinsunarstörfin, þvo þá og hafa tiltæka fyrir Skuggalistaverkið. Að minnsta kosti 3 hlutir á hvern þátttakanda
Fjölbreyttur náttúrulegur efniviður í þrívídd frá hreinsunarátaki. Fjaðrir, greinar, laufblöð Að minnsta kosti 3 hlutir á hvern þátttakanda
Endurvinnanlegur efniviður Gakktu úr skugga um að þú hafir úrval af efni (gegnsætt, hálfgegnsætt, ógegnsætt, glitrandi, litað) sem getur gefið áhugaverða útkomu í skuggalist t.d. ávaxtanet, litríkar plast- eða glerflöskur, skálar, körfur o.s.frv. Nægt úrval
Heimilisvörur Valfrjálst – hægt er að bæta við hlutum sem mynda skemmtilega skugga eða endurkasti, t.d. gafflar, gleraugu, sigti og þess háttar. Nokkrir hlutir
Lítil leikföng (fígúrur, dýr, bílar o.s.frv.) Valfrjálst -  getur bætt leikrænum tilþrifum inn í skuggaverkið eða sögu þess.  Nokkrir hlutir
Ljósgjafar Vasaljós eða vasaljós úr síma. Einnig er hægt að velja að hafa litaða lýsingu.   Eitt á mann
Þvottaklemmur Í mismunandi stærðum. Geta hjálpað til við að láta hluti standa eða styðja við ljósgjafa. Nægt úrval
Stórir pappakassar og öskjur Valfrjálst - fyrir þá sem vilja ramma utan um Skuggalistaverkið. Nokkur
Girni, garn, band eða snæri Valfrjálst - getur aukið möguleika á því að láta hluti hanga Nokkur

Nauðsynleg verkfæri[breyta | breyta frumkóða]

Hlutir Athugasemdir Alls
Skæri 1 fyrir hvern hóp
Dúkahnifur 1 fyrir hvern hóp
Skurðarmotta 1 fyrir hvern hóp

Undirbúningur[breyta | breyta frumkóða]

  • Undirbúðu stofuna:  Gott er að dreifa efniviðnum um rýmið á þrjú borð (a. fyrir nauðsynleg verkfæri og b. fyrir nauðsynlegan efnivið t.d. úr endurvinnslutunnunni eða frá hreinsunarátakinu).
  • Mikilvægt er að tryggja aðgang að dimmu rými með auðu veggplássi sem mögulegt er að varpa skugga á.
  • Skolaðu sjávarruslið eða efniviðinn úr hreinsunarátakinu ef það verður notað í Skuggalistaverkið.
  • Að öðrum kosti skaltu safna saman ýmsum endurvinnanlegum efnivið frá heimili eða skóla.

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Kynning[breyta | breyta frumkóða]

  • Kynntu þig og útskýrðu í stuttu máli Tinkering (hvað er tinkering, möguleg útkoma, tenging tinkering við sjálfbærni)
  • Ef þátttakendur þekkja ekki skuggalist skaltu sýna þeim dæmi, ljósmyndir eða myndbönd, af sambærilegum verkefnum frá nemendum eða listamönnum (sjá í viðauka)
  • Útskýrðu umgjörð verkefnis (uppsetningu rýmis, hvaða fleti er hægt að nota til að varpa skugga á, hvar hægt er að ná í vasaljós, efni og verkfæri, hver tímamörkin eru og hvort nemendur muni vinna saman í hópum eða einstaklingslega
  • Sýndu dæmi um einfalda skuggamynd á vegg með því að nota bæði hendurnar og efnivið sem býður upp á mismunandi útkomu í ljósinu (t.d. eitthvað sem endurspeglar ljósi og gagnsætt litríkt efni)
  • Lýstu áskoruninni: Við munum gera tilraunir með ljós og skugga, nota rusl sem safnað var í hreinsiátaki eða frá heimilum og búa til skuggalistaverk sem hefur þýðingu fyrir okkur.
  • Útskýrðu að sköpunarverk þeirra getur annað hvort tengst umhverfinu eða öðru (t.d. geta verkin tengst minningu, skólanum, umhverfinu, líðan, draumi o.s.frv.). Þau geta líka sett einn eða fleiri hluti sem þau tóku með sér úr hreinsiátakinu í listaverkið.

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

  • Hvettu hópa eða pör sem vinna saman til að hlusta hvert á annað þegar þau byrja að skapa sögur og byggja upp skuggalistaverkin sín.
  • Gakktu um stofuna og gefðu gaum að því hvernig hópar eða pör eru að vinna saman. Gott er að styðja þær hugmyndir sem fram koma og koma með nýjar hugmyndir ef þörf er á. Ef nemendur festast og vantar hugmyndir er gott að hvetja þá til að ganga um rýmið og sjá hvernig öðrum gengur.
  • Sjáðu til þess að nemendur fái nægan tíma til að vinna við sjálft skuggaverkefnið (að minnsta kosti 40 mínútur) og minntu nemendur á hvað tímanum líður.
  • Í lok verkefnis er hægt að kynna listaverkin hvert um sig eða stafla þeim hvert ofan á annað (ef þau eru öll inn í kassa) og setja fram sem samvinnuverkefni allra.

Lok verkefnis[breyta | breyta frumkóða]

Þegar hver hópur kynnir verkefnið sitt, skaltu biðja þau að rifja upp hvort ákveðnir hlutir leiddu þau að sköpunarverkinu eða hvort þau hafi unnið út frá ákveðinni sögu eða hugmynd frá upphafi og hvernig hluti þau völdu að nota til að útfæra þá hugmynd.  Spurðu þau út í sköpunarferlið, samstarfið innan hópsins, hvort þau hafi byggt verkefnið á skoðunum hvers annars, hvort þau hafi vikið frá upphaflegum hugmyndum um listaverkið og þá hvernig.

Taktu eftir því hversu mörg listaverk tengjast umhverfinu og hvernig ruslið úr hreinsiátakinu var fellt inn í listaverkið.

Að lokum er gott að fá fram stutta umræðu um upplifun nemenda af verkefninu - erfiðleika, ánægju eða eitthvað óvænt sem kom í ljós (aha augnablik) á meðan á því stóð.

Mögulega getur leiðbeinandinn rætt við umsjónarkennara hvernig tókst að vinna með þætti sem koma fram í töflunni Lærdómsleiðir í Tinkering og skapandi vinnu (sjá mynd í leiðarvísi um þróun Tinkering verkefna með áherslu á sjálfbærni).

Viðauki[breyta | breyta frumkóða]

Skuggamynd
Dæmi um skuggalist
Skuggalist
Dæmi um skuggalist




© Tink@school 2024

Þessi útgáfa er afurð Tink@school (2022-1-IS01-KA220-SCH-000087083), sem var fjármögnuð með stuðningi Erasmus+ menntaáætlunar Evrópusambandsins. Útgáfan endurspeglar eingöngu skoðanir höfunda og framkvæmdarstjórn getur ekki borið ábyrgð á notkun upplýsinga sem þar er að finna.