Tink@School/Stillumynd
Um verkefnið[breyta | breyta frumkóða]

Verkefnið gengur út á að gera stillumynd (Stop motion) í tengslum við þema sem tengist sjálfbærni. Það gæti verið um loftslagsbreytingar, fátækt, matarsóun, neyslu, úrgang o.s.frv. Eina nauðsynlega tækið er venjulegur snjallsími og einhvers konar þrífótur eða standur og hugbúnaður til að raða myndunum á tímalínu. Verkefnið tengir saman frásögn og áþreifanlegt ferli sem felst í því að útbúa bakgrunn, móta umhverfið og velja efniviðinn fyrir sem endar með upptöku og klippingu á lokaafurð.
Tímalengd | 60 mínútur allt upp í nokkrar vikur eða heila önn |
Markhópur | Nemendur frá 8 ára aldri |
Tenging við námskrá | Verkefnið getur tengst ýmsum námsgreinum, til dæmis samfélagsgreinum, náttúrugreinum, vísindum, list- og verkgreinum og sjálfbærnimarkmiðum |
Aðrar upplýsingar | Útfærsla á verkefninu getur verið mjög sveigjanleg en afurðin er stutt stillumynd |
Tenging við sjálfbærni[breyta | breyta frumkóða]
Þema stillumyndarinnar getur tengst sjálfbærni til dæmis varðandi söguþráð, efnisnotkun og umgjörð. Útgangspunktur gæti verið að spyrja nemendur um hvað í tengslum við sjálfbærni þeir vilja vinna að. Ef verkefnið er hluti af annarri bekkjarvinnu gæti það tengst einhverju sem nemendur hafa þegar verið að vinna að (tinkering verkefnið gæti þannig orðið hluti af öðru verkefni). Ef leiðbeinandinn er að hitta nemendurna í fyrsta skipti, opnar hann á samtal um sjálfbærni – eða einhvern þátt sjálfbærni eins og loftslagsbreytingar eða matarsóun – og safnar mismunandi hugmyndum nemenda eða spurningum (á töflu, á blað eða post-it miðar á vegg).
Öryggismál[breyta | breyta frumkóða]
Hætta | Ráðleggingar |
Engin sérstök áhætta fylgir verkefninu | Alltaf gott að hafa sjúkrakassa í stofunni |
Nauðsynlegur efniviður[breyta | breyta frumkóða]
Hlutir | Athugasemdir | Alls |
Pappírskarton (A3) | Einfaldasta leiðin til að gera umgjörð fyrir kvikmyndina er að teikna og lita hæfilega stóran pappír.
Einnig er hægt að nota pappa til að búa til grænan skjá sem hægt er að breyta að vild, til dæmis með myndum sem sýna áhrif loftslagsbreytinga |
Að minnsta kosti eitt stórt karton fyrir hvern hóp með 3-5 nemendur |
Litir (vaxlitir, trélitir, tússlitir, málning o.s.frv.) | Til að mála bakgrunninn, búa til hreyfanlega hluti fyrir kvikmyndina og skreyta | Fjölbreytt efni, sumt fyrir nákvæmar teikningar og annað fyrir stærri fleti. Nægilega mikið fyrir alla. |
Tau efnisbútar | Fyrir bakgrunn myndarinnar | |
Tímarit, dagblöð, sölubæklingar o.s.frv. | Til að klippa út hluti fyrir söguna eða sögusviðið | fjölbreytt efni með mismunandi myndum, stílum o.s.frv.. |
Pappakassar | Gæti verið tilvalið til að skapa umgjörð fyrir myndina | Einn kassi fyrir hvern hóp |
Pappa massi eða leir | Fyrir þá sem vilja búa til þrívíddarfígúrur eða útstillingar fyrir kvikmyndina – gæti verið langtímaverkefni | |
Lego, Playmobil, leikfangafígurur og önnur leikföng | Ef nemendur ætla að nota þrívíddarfígúrur, þá getur verið gott að notast við algeng leikföng sem væri hægt að koma með að heiman | |
Náttúrulegur efniviður, blóm, gras, steinar, skeljar, trjágreinar, laufblöð, könglar og svo framvegis | Fyrir þrívídd getur verið gott að tækifæri að kanna umhverfi skólans og sjá hvað hægt er að nýta þaðan til að skapa umgjörð fyrir myndina | |
Ýmis verðlaus efniviður - ílát, plastumbúðir, box o.s.frv. | Til að bæta við umgjörðina og gera fjölbreytt efni aðgengilegt fyrir sögusviðið | |
Tengiefni: teygjur, garn, lím, límband bréfaklemmur, þvottaklemmur og vír | Til að tengja hluti saman til dæmis fyrir umgjörðina eða til að búa til hreyfingu fyrir sögupersónur | Fjölbreytt úrval |
Nauðsynleg verkfæri[breyta | breyta frumkóða]
Hlutir | Athugasemdir | Alls |
Snjallsími eða spjaldtölva | Nauðsynlegt til að taka upp myndina | Einn fyrir hvern 3 -5 manna hóp |
Þrífótur eða einhvers konar standur | Nauðsynlegt til að halda myndavélinni stöðugri og á sama stað í hverri senu | Einn fyrir hvern 3-5 manna hóp |
Skæri, töng, hamar, skrúfjárn og fleiri verkfæri sem gætu nýst við vinnuna | Ýmis verkfæri til að festa hluti saman, skapa umgjörð og búa til persónur fyrir myndina | Skæri fyrir alla og verkfærakassi með ýmsum aðgengilegum verkfærum |
Listi yfir efnivið og verkfæri er alls ekki tæmandi en mikilvægt er að vera með fjölbreyttan efnivið í boði. Aðlagið listann að því verkefni sem nemendur eru að vinna hverju sinni.
Undirbúningur[breyta | breyta frumkóða]
Í kennslustofunni, eða rýminu þarf að vera sérstök vinnuaðstaða fyrir hvern hóp þar sem þeir geta bæði útbúið efni fyrir myndina og tekið upp stillumyndina. Ef myndin er með tali verður að vera næðisrými þar sem hljóðupptökur geta farið fram. Efniviður eins og pappír og litir ættu að vera aðgengileg öllum hópum og dreift um rýmið á borðum. Fyrir upptökuna verður að vera stöðug og góð lýsing.
Hópurinn fær tíma til að kanna þann efnivið sem boðið er uppá að nota fyrir stillumyndaagerðina.
Prófaður tæknina svo þú áttir þig á því hvernig myndatakan, hugbúnaðurinn og stillumyndagerðin virkar.
Framkvæmd verkefnis[breyta | breyta frumkóða]
Kynning[breyta | breyta frumkóða]
Leiðbeinandinn segir nemendum að þeir muni vinna í hópum (3 til 5 í hóp) að gerð stillumyndar. Ef til vill vita nemendur ekki hvað stillumynd er svo mikilvægt er að kynna það fyrir þeim. Ef leiðbeinanda finnst að nemendur þurfi að sjá dæmi um slíka mynd væri best að sýna þeim nokkra stutta búta sem sýna mismunandi leiðir til að gera slíka mynd svo að nemendur átti sig á að það eru margar útfærslur í boði og engin ein rétt leið.
Nemendur eru spurðir hvaða þátt sjálfbærni þeir vilja vinna að. Ef verkefnið er hluti af áframhaldandi bekkjarvinnu gæti það tengst einhverju sem nemendur hafa þegar verið að gera (tinkering verkefnið gæti þannig orðið hluti af öðru verkefni t.d. jafnvægisskúlptúrnum)
Ef leiðbeinandinn er að hitta nemendur í fyrsta skipti, opnar hann á samtal um sjálfbærni – eða einhvern þátt sjálfbærni eins og loftslagsbreytingar eða matarsóun – og safnar mismunandi hugmyndum nemenda eða spurningum (á töflu, á blað eða post-it miðar á vegg).
Leiðbeinandinn kynnir nokkur grunnskref í ferlinu, svo sem:
- að ákveða þema
- að gera frásögn fyrir myndina
- að ákveða hvernig eigi að búa til umgjörð og „persónur“ myndarinnar
- myndatöku
- klippingu á myndinni
Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]
Hvetjið nemendur til að huga að mismunandi stigum í ferlinu og kannið hvort þeir vilji ljúka einum áfanga áður en farið er yfir í þann næsta. Þannig getur verkefni leiðbeinanda verið aðstoða hvern hóp við að klára hvert stig í ferlinu eins og til dæmis söguþráðinn og styðja nemendur við að komast að niðurstöðu um hvaða málefni mynd þeirra muni fjalla um.
Þegar nemendur eru tilbúnir að hefja tökur þurfa leiðbeinendur ef til vill að aðstoða varðandi tæknilega atriði, eins og að ákveða hversu margar myndir þarf að taka ( myndaramma á mínútu) og hversu löng myndin verður. Þetta hjálpar nemendum við að reikna út eða áætla hversu mikið þarf að hreyfa þá hluti til sem eiga að hreyfast í myndinni frá einum ramma til næsta.
Myndir eða rammar á sekúndu | Fjöldi mynda í stillumynd |
15 | 450 for 30 sekúndna mynd |
12 | 360 for 30 sekúndna mynd |
10 | 300 for 30 sekúndna mynd |
Í símum og spjaldtölvum er hægt að nálgast nokkur forrit til að búa til stillumynd, til dæmis Stop Motion Studio forritið. Leitið að “stop motion” í forrita verslun snjalltækis og sjáið hvaða möguleikar koma upp. Bæði er mögulegt að taka ljósmyndir beint inn í forritinu eða það er hægt að flytja þær inn í forritið úr annarri möppu í símanum.
Áður en nemendur byrja myndatökuna ráðleggðu þeim að gera stutta prufumynd til að sjá hvernig allt virkar. Þetta mun gefa þeim tilfinningu fyrir því hversu marga ramma þeir þurfa, þ.e. hversu miklar breytingar þarf að gera á myndefninu frá einum ramma til næsta.
Hlutverk leiðbeinanda er að styðja nemendur í verkefnavinnunni og fylgjast með framvindu og ferli hvers hóps fyrir sig. Þeir gæta þess að fara um svæðið, fylgjast vel með og veita endurgjöf, aðstoð og stuðning.
Hér eru nokkur ráð fyrir leiðbeinendur til að styðja við nemendur:
· Settu fram spurningar í stað svara: hvernig gætir þú hugsað þér að hafa bakgrunninn? Er myndavélin nógu vel staðsett?
· Búðu til styðjandi og hvetjandi umhverfi: Mér líkar vel við hvernig þú notar efniviðinn sem þú valdir.
· Reyndu að aðstoða þátttakendur sem upplifa gremju á jákvæðan og uppbyggjandi máta: af hverju heldurðu að þetta virki ekki fyrir þig?
· Reyndu að hvetja þátttakendur til að nýta eigin áhugahvöt: ekki hafa áhyggjur af öðrum, mundu hvað það er sem þú vildir koma á framfæri.
· Gott er að hvetja til samvinnu: kannski getur þú spurt næsta hóp hvernig þetta virkaði fyrir þá. Sérðu eitthvað sem þú myndir vilja fá lánað frá hinum hópunum?
- Hugaðu að tímanum: minntu nemendur á hvað tímanum líður, t.d. þegar það eru 20 mínútur eftir.
- Losaðu um hnútinn: Ef nemendur virðast vera fastir, prófaðu að spyrja þá út í söguþráðinn. Hvað eru þeir að reyna að segja? Hver eru aðal skilaboðin? Það gæti líka hjálpað að skrifa þau niður eða teikna mynd.
Mundu að taka ljósmyndir af nemendum að vinna, af verkefnaferlinu.
Lok verkefnis[breyta | breyta frumkóða]
Þegar um klukkutími er liðinn hjálpast allir til við að þrífa í kringum sig áður en hver hópur segir frá myndunum sínum. Hafðu þessar spurningar í huga í tengslum við frásagnir nemenda:
- Hvernig ákvað hópurinn um hvað myndin ætti að fjalla?
- Hvað eruð þið ánægðust með varðandi þetta verkefni?
- Hvað var erfitt og hvers vegna var það erfitt?
- Hvaða sjálfbærni markmið endurspeglar myndin ykkar?
- Og mikilvægasta spurningin – fannst ykkur gaman að vinna verkefnið?
Ef mögulegt er væri gaman að hafa stillumyndir hópanna aðgengilegar á vef eða heimasíðu til að sýna öðrum og skoða saman. Hugaðu að því hvernig hægt er að og ganga frá eftir verkefnavinnuna á sjálfbæran máta.
Viðauki[breyta | breyta frumkóða]
Skipulagning söguþráður

Þegar verið er að skipuleggja sögu fyrir stillumynd er gott að huga sérstaklega að nokkrum þáttum
Stillumynd þarf | Hvað þarf að búa til eða hafa við hendina (efniviður) |
Umgjörð - hvar gerist myndin, hvernig er bakgrunnurinn | |
Persónur - hverjar eru aðal persónur myndarinnar | |
Leikmuni |
Tenglar - ítarefni:
Til eru ýmsar vefsíður með leiðbeiningar varðandi stillumyndagerð og útskýrt hvernig hægt er að nýta sér aðferðina í tengslum við fjölbreytt verkefni og málefni:
Exploratorium: https://www.exploratorium.edu/tinkering/projects/stop-motion-animation-explorations
Getting Started with Stop Motion Studio | Exploratorium
Icelandic webpage: https://veita.listfyriralla.is/title/stopmotion/
Tinkerlab: https://tinkerlab.com/easy-stop-motion-animation-kids/
Learning by inquiry: Easy and Creative Stop-Motion Animation Project for Kids - Learning by Inquiry
Dæmi um flóknari stillumyndir:
Eldhús eftir máli: https://www.instagram.com/stillakynnir/ - Ƨtilla (vimeo.com)
Plastmentun í hafi: THE FISH by PES // Corona x Parley - YouTube
Dæmi um stillumynda forrit:
Stop motion studio (Android, IPhone, IPad)
IMotion (iphone, ipad)
© Tink@school 2024
Þessi útgáfa er afurð Tink@school (2022-1-IS01-KA220-SCH-000087083), sem var fjármögnuð með stuðningi Erasmus+ menntaáætlunar Evrópusambandsins. Útgáfan endurspeglar eingöngu skoðanir höfunda og framkvæmdarstjórn getur ekki borið ábyrgð á notkun upplýsinga sem þar er að finna.