Verkefnabankar og kennarasíður/List- og verkgreinar

Úr Kennarakvikan
Austur-Vestur sköpunarsmiðjur - Guðlaug Elísabet Finnsdóttir og fleiri
Síða sem heldur utan um samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla um þróun sköpunarsmiðja.
Snillismiðjur - Vexa hópurinn
Síða með margvíslegum björgum tengdum sköpunarsmiðjum.
Snillismiðja - Lísbet Guðný Þórarinsdóttir
Námsefnapakki til að efla 21.aldar færni nemenda með virkjun hugsmíði, hönnunarhugsunar og þjálfun í að raungera hugmyndir sínar með hjálp tölvustuddrar hönnunar og þrívíddarprentara.
Cricut í textílmennt - Elísabet Katrín Benónýsdóttir og Ester Jónsdóttir
Yfirlit yfir Cricut skerann og helstu fylgihluti, kennsluleiðbeiningar, sýnishorn af verkefnum og allt það sem þarf til að koma sér inn í notkun Cricut í kennslu.
Snjallræði - Hönnunarstund í Helgafellsskóla - Málfríður Bjarnadóttir
Safn áskorana sem lagðar eru fyrir í Snjallræði, hönnunarstund í Helgafellsskóla þar sem allir nemendur skólans glíma við sömu áskorun á sama tíma, allt frá leikskólastigi upp á unglingastig.
Stafræn nálgun á textíl - Alexía Rós Gylfadóttir
Kennsluleiðbeiningar og ýmsar upplýsingar sem tengjast skapandi vinnu með stafræna tækni í textíl. Sér í lagi tengt raftextíl, Cricut maker, þrívíddarprentun, laser skurði og stafrænum útsaum.
Smíðastofan - Haukur Hilmarsson & Ingvi Hrafn Laxdal
Hér finnur þú flest það sem við þurfum að kunna skil á í hönnun og smíði. Verkefnum og fræðslu er raðað eftir árgöngum. Einnig má finna samantekt á öllum verkfærum og smíðaefnum sem við notum í grunnskóla.
Textíll í mynd - Judith Amalía Jóhannsdóttir
Röð myndbanda með leiðbeiningum fyrir prjón, vefnað, og þrykk.
Gera sjálfur - Ásta Vilhjálmsdóttir
Kennsluvefur um hvernig textílmennt getur verið hluti af nauðsynlegri sjálfbærnimenntun. Á vefnum er að finna verkefni og fræðsluefni sem nýtist kennurum til að leggja sitt af mörkum til að skapa samábyrgt sjálfbært samfélag þar sem allar ákvarðanir og gjörðir taka mið af umhverfi, efnahag og félagslegri sanngirni.
Listavefurinn - MMS í ritstjórn Hörpu Pálmadóttur
Umfangsmikill kennsluvefur með námsefni, ítarefni, verkefnabanka, og hugtakalista of ýmsum fleiru.
Listveita List fyrir alla verkefnisins
Myndbönd, kennsluáætlanir og efni til að nota í listkennslu.
Leikum af list - Rannveig Björk Þorkelsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir
Kennsluefni, rannsóknir og greinar til að styðja við skipulagningu notkun leiklistar/listkennslu í gegnum stafræna miðlun.

Erlendir verkefnabankar[breyta | breyta frumkóða]

Verkefnabanki The Tinkering Studio - The Tinkering Studio hjá Exploratorium
Fullt af einföldum fiktiverkefnum frá The Tinkering Studio sem eru leiðandi í hugmyndafræði fiktiverkefna í menntun.