Verkefnabankar og kennarasíður/Samþætting námsgreina

Úr Kennarakvikan
Málið - Björn Kristjánsson
Málið er þróunarverkefni í 9. bekk í Laugalækjarskóla þar sem viðfangsefnum íslensku, samfélagsgreina og upplýsingatækni er fléttað saman í gegnum þematengda verkefnavinnu í 2-6 vikna námslotum.
Sprellifix - Smiðja í skapandi skólastarfi - Langholtsskóli (Hjalti Halldórsson, Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, Oddur Ingi Guðmundsson, Sæmundur Helgason, Jóhanna Björk Daðadóttir, og Kjartan Orri Þórsson)
þróunarverkefni við unglingadeild Langholtsskóla og snýr að vinnulagi þar sem samþættar eru nokkrar námsgreinar; íslenska, náttúrufræði og samfélagsgreinar auk viðfangsefna sem falla undir upplýsingatækni og stafræna miðlun.
Sprettur í Vatnsendaskóla
Samþætting námsgreina á unglingastigi (íslenska-náttúrufræði-samfélagsfræði-UT).
Uglur í Víkurskóla
Samþætting námsgreina á unglingastigi (íslenska, enska, samfélagsfræði, og upplýsinga- og tæknimennt).
Verkefnakista skóla á grænni grein - Landvernd
Mjög stórt og fjölbreytt safn sem leita má í eftir skólastigum, þemum, heimsmarkmiðum og skrefum Grænfánaverkefnisins.
Námsefni Grænfánaverkefnisins - Landvernd
Námsefni sem hefur verið gefið út í samstarfi við Menntamálastofnun og samið af sérfræðingum í menntateymi Landverndar.