Verkefni fyrir hæfniviðmið fyrir náttúruvísindin/ANG-VÍS-HUG-4
Úr Kennarakvikan
ANG-VÍS-HUG-4 | ANG-VÍS-HUG-7 | ANG-VÍS-HUG-10 |
Einföld hugtök sem henta fyrir hæfniviðmið hugtakanotkunar við lok 4. bekkjar.
Hugtök úr Halló heimur 1[breyta | breyta frumkóða]
- afkvæmi
- barn foreldra, sem menn eða dýr ala af sér.
- afþakka
- þiggja ekki það sem er í boði.
- alæta
- dýr sem étur bæði jurtir og kjöt.
- annatími
- tími þegar mikið er að gera.
- árstíð
- ákveðinn hluti ársins, vor, sumar, haust eða vetur.
- ábyrgð
- að hafa umsjón með einhverju.
- Barnasáttmálinn
- reglur um framkomu við börn.
- beinagrind
- öll bein líkamans sem ein heild.
- bílbelti
- öryggisbelti sem notuð eru í bíl.
- blindrahundur
- hundur sem aðstoðar blint og sjóndapurt fólk.
- brum
- fyrsti vöxtur blaða á trjágreinum.
- búkur
- magi, brjóst og bak.
- búrdýr
- dýr sem búa í búri t.d. páfagaukar og fiskar.
- búsvæði
- svæði sem lífvera velur að búa í og hentar best.
- byggingarefni
- efni sem hægt er að nota til að búa eitthvað til úr.
- bænahús
- hús þar sem fólk iðkar trú.
- dýralæknir
- læknir sem læknar dýr en ekki fólk.
- dæla
- hjartað ýtir blóði frá sér og pumpar því þannig út í blóðrásina.
- einkabíll
- bíll sem er í eigu einstaklings.
- einkastaður
- staður sem óviðeigandi er að stara á og aðrir mega ekki koma við.
- endurskinsmerki
- hlutur sem endurvarpar ljósi.
- endurspeglast
- það að speglast, að skoppa til baka.
- fara á fjall
- kindur og lömb fara á fjall að vori til sumardvalar.
- farþegi
- allir í ökutækinu nema bílstjórinn.
- ferfætt
- með fjóra fætur.
- fjós
- bústaður kúa.
- fjölbreytt
- af ýmsu tagi, margs konar.
- fjölnota
- hlutur sem hægt er að nota aftur og aftur.
- fjölskyldumeðlimur
- einstaklingur sem tilheyrir fjölskyldunni.
- forréttindi
- réttindi sem einhver nýtur umfram aðra.
- fóður
- það sem dýrum er gefið að éta.
- framleiða
- að búa eitthvað til í miklu magni.
- frjósa
- þegar t.d. vatn kólnar niður fyrir frostmark og breytist í ís.
- fæða
- matur.
- gangbraut
- leið sem á að nota til að fara yfir götu.
- gangstétt
- steinlögð gangbraut meðfram götum.
- gatnamót
- staður þar sem götur mætast.
- gegnsætt
- ljós sést vel í gegn.
- gerviefni
- efni sem er ekki til í náttúrunni heldur framleitt úr tilbúnum efnum.
- glitauga
- endurskinsflötur, t.d. á reiðhjólum.
- gæra
- skinn af kind með ullinni á.
- háð
- að þurfa aðstoð með athafnir daglegs lífs.
- hálfgegnsætt
- ljós sést að hluta til í gegn.
- hálfsystkini
- systkini sem eiga eitt sameiginlegt foreldri.
- heimilisstörf
- störf sem þarf að sinna á heimilinu.
- hellir
- hvelfing inni í kletti, oft með þröngu opi.
- hey
- gras sem búið er að þurrka.
- hitamælir
- tæki til að mæla hita.
- huldufólk
- yfirnáttúrulegar mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum.
- húsnæði
- staður til að búa á.
- hylja
- fela eitthvað.
- hægðir
- úrgangsefni fæðu sem líkaminn skilar, kúkur.
- hætta
- eitthvað hættulegt, háski, voði eða ógn.
- iðka trú
- að rækta trú sína.
- innsæi
- að hafa næman skilning, t.d. á tilfinningum.
- ímyndunarafl
- hæfileikinn til að láta sér detta margt í hug.
- jarðvarmi
- hiti í jörðu sem berst upp á yfirborð með vatni eða gufu.
- keðjuhlíf
- ver keðju á reiðhjóli svo ekkert flækist í henni.
- kryppa
- bunga á hrygg manneskju eða dýrs.
- landnámsfólk
- fólkið sem kom fyrst til Íslands.
- liðugt
- eiga auðvelt með að beygja sig og sveigja.
- litríkt
- eitthvað sem er í mörgum litum.
- líkami
- líkaminn með vöðvum, beinum, líffærum og öllu tilheyrandi.
- líkamshluti
- hluti líkamans, t.d. handleggur eða höfuð.
- ljósgjafi
- fyrirbæri, áhald eða tæki sem gefur sýnilegt ljós.
- loftpúði
- púði í bíl sem blæs út við árekstur.
- lygnt
- þegar það er enginn eða mjög lítill vindur.
- manneskja
- mannvera, persóna, ekki dýr.
- matarsóun
- þegar mat er hent að óþörfu.
- málmur
- efni með málmgljáa, oftast hart og þungt.
- mánuður
- í einu ári eru 12 mánuðir. Mánuður er 30 eða 31 dagur nema febrúar sem er 28 eða 29 dagar.
- melta
- vinna næringu úr matnum.
- merkjagjöf
- merki sem lögregla gefur þegar hún stjórnar umferð.
- milljarður
- 1.000.000.000, þúsund milljónir.
- náttúrulegt
- það sem tilheyrir náttúrunni.
- nytsamlegt
- gagnlegt eða þarft.
- nægjusemi
- að þurfa ekki að eiga mikið.
- næmt
- að hafa sterka tilfinningu fyrir einhverju.
- ofbeldi
- að meiða annað fólk annaðhvort líkamlega eða andlega.
- olnbogabót
- kverkin þar sem upphandleggur og framhandleggur mætast.
- orka
- eldsneyti fyrir líkamann svo að hann virki.
- orkumikið
- hefur mikla orku.
- ógegnsætt
- þegar ljós sést ekki í gegnum hlut.
- ólíkt
- ekki líkt, er mismunandi t.d. í útliti og innræti.
- ósýnilegt
- þegar eitthvað sést ekki en er samt til.
- regla
- fyrirmæli sem þarf að fara eftir.
- regnbogi
- litríkur ljóssveigur sem sést á himni þegar sólin skín í votviðri.
- reikistjarna
- hnöttur sem er á sporbaug umhverfis sólina.
- réttir
- hólfað gerði þar sem fé er dregið sundur á haustin.
- réttlátt
- er sanngjarnt, gerir það sem er rétt.
- ríkmannlegt
- líta út fyrir að vera ríkt.
- samkomulag
- þegar einstaklingar geta allir sætt sig við sömu lausnina.
- sammála
- að finnast það sama.
- sáttfýsi
- að geta hlustað á aðra og vilja sættast.
- sérhannað
- hannað til að nota á ákveðinn hátt.
- sérkenni
- það sem er alveg sérstakt við eitthvað, einkennir það.
- síbreytilegt
- alltaf að breytast.
- sjávarlífvera
- lífvera sem býr í sjó.
- sjúkralið
- fólk sem starfar í sjúkrabíl.
- skipuleggja
- að hafa allt í röð og reglu.
- skjól
- vörn gegn kulda og veðri.
- skynfæri
- líffæri sem gerir okkur kleift að skynja umhverfi okkar.
- smala
- að safna saman eða reka búfé úr sumarhögum.
- smádýr
- lítil dýr á landi, í vötnum og sjó.
- smáfugl
- lítill fugl, oft notað um spörfugla (nema hrafninn).
- snerta
- koma við.
- sólarhringur
- 24 klukkutímar frá miðnætti til miðnættis.
- sólkerfi
- sól, reikistjörnur og tunglin sem þeim fylgja.
- sólúr
- teinn í miðri hringlaga skífu og varpar skugga sem færist eftir stöðu sólar.
- spegilmynd
- mynd sem sést í spegli.
- speni
- hluti af júgrinu þar sem mjólkin kemur út.
- stirt
- eiga erfitt með hreyfingar.
- stía
- afmarkað hólf þar sem dýr búa.
- stjúpsystkini
- börn sem alast upp saman sem systkini en eiga ekki sömu foreldra.
- stórvaxið
- að vera stórt.
- sundrandi
- smá lífvera sem breytir leifum af plöntum og dýrum í jarðveg.
- svifdýr
- afar smá dýr sem svífa
- tannskemmd
- skemmd eða hola í tönn.
- tillitssemi
- að taka tillit til annarra.
- trúarbrögð
- trú á tiltekinn guð eða guði.
- umferðarmannvirki
- byggingar og hlutir sem tengjast umferðinni.
- umheimur
- veröldin umhverfis okkur.
- umhverfi
- það sem er umhverfis og í nágrenni við okkur.
- umhyggja
- að hugsa vel um aðra, fólk eða dýr.
- umlykja
- að liggja utan um.
- ummerki
- spor, þegar merki um umgang sjást.
- undirgöng
- gangvegur t.d. undir umferðargötu.
- uppskera
- matjurtir sem búið er að taka upp úr görðum.
- urða
- að grafa sorp í jörðu.
- úthvíld
- að hafa hvílt sig nóg.
- útlit
- hvernig eitthvað lítur út. mörg saman um í sjónum.
- sýklar
- örverur sem valda sjúkdómum.
- sættast
- að ná sáttum vegna vandamáls.
Efni úr gömlu verkefni á Náttúrutorgi[breyta | breyta frumkóða]
- Frumefni
- Efni sem ekki er hægt að kljúfa í einfaldari efni með efnafræðilegum aðferðum.
- Efnasamband
- Efni sem samanstendur af tveimur eða fleiri frumefnum sem eru efnafræðilega bundin saman.
- Efnablanda
- Blandan af tveimur eða fleiri efnum þar sem efnafræðileg einkenni þeirra haldast óbreytt.
- Andrúmsloft
- Gasblanda sem umlykur jörðina og inniheldur meðal annars súrefni, köfnunarefni og aðra gastegundir.
- Rúmmál
- Mælikvarði á það magn sem eitthvað tekur pláss í, mælt í rúmsentimetrum (cm³), lítrum (L), o.s.frv.
- Massi
- Magn efnis sem fyrir hendi er, mælt í kílógrömmum (kg).