Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Skákast

Úr Kennarakvikan
Kastferill hlutar með hraðavigrum brotnum upp í lárétta og lóðrétta þætti. Athugið að ef viðnám er hverfandi breytist lárétti þátturinn ekki.

Hreyfijöfnuna

má skrifa sem

(1) í lárétta stefnu
(2) í lóðrétta stefnu

Framkvæmd

Upphafshraði kúlu fundinn

Mynd af uppstillingu tilraunaáhalda.
  • Byssu er komið fyrir á gólfi og hún stillt í lárétta stöðu,
  • Mælið lóðrétta hæð kúlunnar í byrjunarstöðu, , sjá mynd af kúlu á hlið byssunnar.
  • Kúlu er komið fyrir þannig að byssa er spennt.
  • Skotið er úr byssunni og lendingarstaður ákvarðaður lauslega.
  • Pappírsörk er sett á gólfið þar sem kúlan lenti og síðan er kalkipappír lagður þar ofan á.
  • Skotið er 6 skotum sem eiga öll að lenda á kalkipappírnum.
  • Mæld er lárétt fjarlægð milli byssu og lendingarstaðar og skráð í töflu.
  • Jafna 2 notuð til að reikna falltíma
  • Jafna 1 notuð til að reikna upphafshraðann

Kasthorni breytt

  • Framkvæmd A endurtekin en nú er skotið undir horni
  • Falltími reiknaður með jöfnu 1
  • Falltími aftur reiknaður, nú með jöfnu 2

Úrvinnsla

  1. Berðu saman vegalengd og tíma við mismunandi kasthorn.
  2. Útskýrðu hvernig stefna () upphafshraðans hefur áhrif á falltímann.
  3. Hvers vegna er munur á reiknuðum falltímum við ?
  4. Hvað tæki langan tíma fyrir kúlu að falla () úr sömu hæð og byssan? Rökstuddu svarið.

Ítarefni

Fyrirmynd þessa verkefnis er Vinna og Orka 24.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.