„Hjálp:Spjallsíður“: Munur á milli breytinga

Úr Kennarakvikan

(Ný síða: {{bootstrap-mynd|Mynd:Skjáskot af ör á hlekk á spjallsíðu.png|2=hægri|xs=6|sm=4|md=4|lg=4|xl=4|style=padding: 0; margin: 0 0 1em 1em; border: 1px solid gray;}} Hver síða á Kennarakvikunni á sér samsvarandi ''spjallsíðu''. Á henni er hægt að eiga samskipti um efni síðunnar. Tökum til dæmis síðuna Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu. Hún á sér spjallsíðuna Spjall:Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu sem finna má með því að smella...)
 
 
Lína 22: Lína 22:
: Og hér er svar við því frá einhverjum öðrum. --[[Notandi:Starkarður|Starkarður]] 1984.03.11. kl. 09:22
: Og hér er svar við því frá einhverjum öðrum. --[[Notandi:Starkarður|Starkarður]] 1984.03.11. kl. 09:22
:: Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Þetta hefur hjálpað töluvert. --[[Notandi:Gunnlöður|Gunnlöður]] 1984.07.01. kl. 15:55
:: Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Þetta hefur hjálpað töluvert. --[[Notandi:Gunnlöður|Gunnlöður]] 1984.07.01. kl. 15:55
[[Flokkur:Notandahandbók]]

Núverandi breyting frá og með 26. mars 2025 kl. 23:06

Hver síða á Kennarakvikunni á sér samsvarandi spjallsíðu. Á henni er hægt að eiga samskipti um efni síðunnar. Tökum til dæmis síðuna Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu. Hún á sér spjallsíðuna Spjall:Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu sem finna má með því að smella á spjall-hlekkinn.

Bætt við nýju umræðuefni[breyta frumkóða]

Til að bæta við nýju umræðuefni má smella á Aðgerðir við hlið spjallsíðuhlekksins og smella á Bæta við umræðu úr vallistanum. Þar má svo færa inn titil umræðuefnisins og bæta svo við texta.

Til að skrifa undir er gott að bæta við í lokin: --~~~~. Tildurnar breytast í undirskrift með tímastimpli svo hægt er að sjá hver skrifaði og hvenær.

Bætt við umræðu[breyta frumkóða]

Þegar brugðist er við umræðu er hefðin að gera það með því að draga athugasemdina inn til að búa til umræðuþræði. Spjallsíðum er ennþá aðeins hægt að breyta í frumkóða en þar sem umræðurnar þarf sjaldnast að móta ætti það ekki að koma að sök.

Til að bæta við samtalið er gott að bæta við athugasemd fyrir neðan fyrri athugasemd en draga sína inn um eitt skref í viðbót. Ef síðunni er breytt í frumkóða má draga inn með því að nota mismarga tvípunkta:

Hér er eitthvað sem verið er að tala um. --[[Notandi:Gunnlöður|Gunnlöður]] 1984.02.31. kl. 13:14
: Og hér er svar við því frá einhverjum öðrum. --[[Notandi:Starkarður|Starkarður]] 1984.03.11. kl. 09:22
:: Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Þetta hefur hjálpað töluvert. --[[Notandi:Gunnlöður|Gunnlöður]] 1984.07.01. kl. 15:55

Og það birtist þá svo:

Hér er eitthvað sem verið er að tala um. --Gunnlöður 1984.02.31. kl. 13:14

Og hér er svar við því frá einhverjum öðrum. --Starkarður 1984.03.11. kl. 09:22
Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Þetta hefur hjálpað töluvert. --Gunnlöður 1984.07.01. kl. 15:55