Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu/RGB ljóskastarar
Við könnun á litablöndun ljóss er gagnlegt að vera með RGB (rauða, græna, og bláa) ljóskastara sem spila vel með ljósskynjun okkar mannskepnunnar og þriggja gerða ljóskeila í augum okkar.
Vísindasmiðja Háskóla Íslands dreifði 150 Ljósakössum - kössum með námsgögnum fyrir ljósfræðikennslu - á milli grunnskóla með unglingadeildir árið 2015. Í Ljósakassanum eru þrír ljóskastarar einn í hverjum þessara lita.
Annars er hægt að fá LED ljós með stillanlegum litum í ýmsum raftækja- eða byggingavöruverslunum, og líklega auðveldara en að finna ljós sem er aðeins gert úr einum lit. Þetta þrátt fyrir að stillanlegu LED ljósin eru sjálf gerð úr þremur ljóstvistum - rauðum, grænum, og bláum - til að búa til stóran hluta þeirra lita sem við getum skynjað.