Einangra blaðgrænu
Blaðgræna er litarefnið sem safnar ljósi í grænum plöntum. Við getum gert einfalda útdrátt úr blaðgrænu úr laufi með því að nota lífræn leysa. Útdrátturinn mun flúrljóma þegar að útfjólubláu ljósi er lýst á hann.. Fljúrljómun er þegar efni gleypir í sig ljós á útfjólublá sviðinu (sem við sjáum ekki) en sendir frá sér ljós sem er orkulægra en er þar af leiðandi sýnilegt.
Efni og áhöld
Áhöld | Efni |
Mortel | Isopropyl Alcohol eða Acetone |
UV ljós / vasaljós | Spínatlauf |
Bikarglös | |
Kaffipappír | |
Trekt |
Verklýsing
Gætið þess að nota öryggisgleraugu og framkvæmið tilraunina í vel loftræstu rými, sérstaklega ef þið notið asetón.
- Maukið spínatblöðin (eða annað dökkgrænt lauf) með mortelinu.
- Setjið maukið í glerkrukku og bætið 15-25 millilítrum af ísóprópýl alkóhóli eða asetóni við. Látið það liggja í bleyti í 15 mínútur.
- Setjið trektina yfir aðra krukku og leggið kaffisíu ofan í trektina. Þrýstið síunni varlega niður í trektina.
- Hellið útdrættinum úr fyrstu krukkunni í gegnum kaffisíuna.
- Safnið 10-15 millilítrum af síaða útdrættinum í seinni krukkuna.
Niðurstöður
Þið ættuð að fá tærgrænan vökva í seinni krukkuna. Hægt er að farga kaffisíunni ásamt leifum úr blaðinu. Þegar herbergið er dimmt, látið útfjólublátt ljós skína á útdráttinn. Ljósorkan ætti að valda því að vökvinn flúrljómar. Þegar tilrauninni er lokið er hægt að hella vökvanum í vaskinn með miklu vatni.