Einangra blaðgrænu

Úr Kennarakvikan

Útgáfa frá 4. desember 2024 kl. 20:42 eftir Krilli (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. desember 2024 kl. 20:42 eftir Krilli (spjall | framlög) (Bjó til verkseðill um einangrun á blaðgrænu)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Blaðgræna er litarefnið sem safnar ljósi í grænum plöntum. Við getum gert einfalda útdrátt úr blaðgrænu úr laufi með því að nota lífræn leysa. Útdrátturinn mun flúrljóma þegar að útfjólubláu ljósi er lýst á hann.. Fljúrljómun er þegar efni gleypir í sig ljós á útfjólublá sviðinu (sem við sjáum ekki) en sendir frá sér ljós sem er orkulægra en er þar af leiðandi sýnilegt.

Efni og áhöld

Áhöld Efni
Mortel Isopropyl Alcohol eða Acetone
UV ljós / vasaljós Spínatlauf
Bikarglös
Kaffipappír
Trekt

Verklýsing

Gætið þess að nota öryggisgleraugu og framkvæmið tilraunina í vel loftræstu rými, sérstaklega ef þið notið asetón.

  1. Maukið spínatblöðin (eða annað dökkgrænt lauf) með mortelinu.
  2. Setjið maukið í glerkrukku og bætið 15-25 millilítrum af ísóprópýl alkóhóli eða asetóni við. Látið það liggja í bleyti í 15 mínútur.
  3. Setjið trektina yfir aðra krukku og leggið kaffisíu ofan í trektina. Þrýstið síunni varlega niður í trektina.
  4. Hellið útdrættinum úr fyrstu krukkunni í gegnum kaffisíuna.
  5. Safnið 10-15 millilítrum af síaða útdrættinum í seinni krukkuna.

Niðurstöður

Þið ættuð að fá tærgrænan vökva í seinni krukkuna. Hægt er að farga kaffisíunni ásamt leifum úr blaðinu. Þegar herbergið er dimmt, látið útfjólublátt ljós skína á útdráttinn. Ljósorkan ætti að valda því að vökvinn flúrljómar. Þegar tilrauninni er lokið er hægt að hella vökvanum í vaskinn með miklu vatni.