Notandaspjall:Krilli
Kennarakvikan er vettvangur fyrir kennara til að geyma, miðla, og vinna saman að efni sem tengist kennslu. Við viljum hvetja þig sem alla kennara til að vera virk í að setja inn efni sem gæti átt erindi við aðra kennara.
Á forsíðunni er yfirlit yfir eitthvað af efninu á Kennarakvikunni en töluvert af efni er einnig að finna á undirsíðum þess. Þú mátt endilega laga síður sem þér finnst mega bæta eða stinga upp á breytingum á spjallsíðum þeirra.
Á notandasíðunni þinni geturðu sett efni sem þú vilt hafa meiri stjórn á. Notandasíður eru svo líka með sínar spjallsíður. Þetta er einmitt notandaspjallið þitt! Þú komst eflaust hingað þegar þú sást tilkynninguna efst á skjánum en þegar þú setur inn tilkynningu á spjallsíðu annarra fá þau samskonar tilkynningu.
Ef þú vilt frekari upplýsingar um notkun á Kennarakvikunni er ágætt fyrsta skref að glugga í Notandahandbókina en ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að máttu gjarnan skilja eftir skilaboð á notandaspjall Martins eða sent honum póst á martin@hi.is.
Annars er ágætt að demba sér bara í að prófa! Eitt af því besta við Kennarakvikuna er að það er varla hægt að skemma nokkuð varanlega og allar breytingar er hægt að taka til baka. Verum því djörf í breytingum!
- Es. Eitt af því sem ég hef verið að móta er móttaka nýrra notenda. Þú hefur nú verið nokkuð sleipur í Kennarakvikunni en þar sem ég er að bæta þessu við spjallsíður nýrra notenda ákvað ég að skella því á þig líka. Hér eru nokkrir hlekkir á Notandahandbókina sem var eflaust hvorki fugl né fiskur þegar þú varst að skoða þetta nýja verkfæri. Það kann að leynast eitthvað áhugavert þar og eins gætir þú mögulega bent mér á eitthvað sem þarna mætti vera. --Martin (spjall) 26. mars 2025 kl. 21:58 (UTC)