Þurreiming á tré

Úr Kennarakvikan

Útgáfa frá 4. desember 2024 kl. 21:13 eftir Krilli (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. desember 2024 kl. 21:13 eftir Krilli (spjall | framlög) (Ný síða: alt=Skýringarmynd af uppsetningu tilraunar.|thumb|Skýringarmynd af uppsetningu tilraunar. = Inngangur = Markmið tilraunar er að aðgreina efnablönduna sem myndar tré í sundur. Notast verður við þurreimingu til þess að skilja efnablönduna í sundur. = Efni og áhöld = {| class="wikitable" |'''Áhöld''' |'''Efni''' |- |2x tilraunarglös |Tré |- |Tappi með 1 gati |Vatn |- |Slöngur |Ís/klakar |- |2x Bikarglös |Kerti |- |Tappi me...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Skýringarmynd af uppsetningu tilraunar.
Skýringarmynd af uppsetningu tilraunar.

Inngangur

Markmið tilraunar er að aðgreina efnablönduna sem myndar tré í sundur. Notast verður við þurreimingu til þess að skilja efnablönduna í sundur.

Efni og áhöld

Áhöld Efni
2x tilraunarglös Tré
Tappi með 1 gati Vatn
Slöngur Ís/klakar
2x Bikarglös Kerti
Tappi með 2 götum
Erlenmayer flaska
Standur með klemmu
Standur fyrir kerti

Verklýsing

  1. Takið saman þau áhöld sem þið þurfið.
  2. Setið saman og stillið upp áhöldum eins og er sýnt á myndinni fyrir neðan.
  3. Fáið kennara til að samþykkja uppsetningu.
  4. Fáið kennara til þess að kveikja á kertunum.
  5. Athugið hvenær reykur byrjar að myndast og hvort þið sjáið vökva þéttast í hinu tilraunarglasinu. Eru lofttegundir að koma í síðasta tilraunarglasið?
  6. Hvað er að gerast?
  7. Skráið hjá ykkur hvað þið sjáið.
  8. Ganga frá. Efni í tilraunaglösum fara í ruslið. Vökvar og ís í vaskinn. Skola og þrífa tilraunaglös.

Ítarefni

Það er hægt að sleppa síðasta tilraunarglasinu þar sem lofttegundum er safnað saman en það þarf að passa að þær geta sloppið úr tilraunarglasinu sem er í klakabaðinu. Vökvinn sem þéttist í tilraunarglasinu hefur sterka lykt sem minnir á varðeld og er mælt með því að gera þessa tilraun í vel loftræstu rými eða úti. Vökvinn er efnablanda sem inniheldur blöndu af vatni, olíum og öðrum lífrænum efnum. Það væri hægt að tengja þessa tilraun við hvernig ýmsar ilmolíur eru framleiddar.