Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu/Geislarakningarsett

Úr Kennarakvikan

Geislarakningasett samanstendur af ljósgjafa og oft linsum og/eða speglum. Ljósgjafinn getur verið pera í boxi með raufum á til að senda út ljósrákir, eða nokkrir línuleisigeislar (leisigeislar sem búið er að móta svo þeir eru ekki bara punktur heldur dreifast í línu). Lögun ljóssins veldur því að það auðveldar að sjá hvaða leið ljósið fer. Þannig má skoða ljósbrot og speglun.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands dreifði 150 Ljósakössum - kössum með námsgögnum fyrir ljósfræðikennslu - á milli grunnskóla með unglingadeildir árið 2015.

Geislarakningasett má líka gera með mjög einföldum efnum: