Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu/Leisigeisli
Leisigeislar eru skemmtileg fyrirbæri sem storka svolítið innsæi okkar um útbreiðslu ljóss því þeir dofna lítið eftir því sem þeir fjarlægjast upprunann þar sem þeir dreifa ekki úr sér. Leisigeislar eru reyndar merkilegir fyrir aðrar sakir, sér í lagi að þeir eru afar einlitir: Allt ljósið er af einni og sömu öldulengd. Reyndar eru til marglitir leisigeislar, en þessir sem við könnumst vel við úr leisibendum eru einlitir.
Rétt er að vara við leisigeislum því lítið er fylgst með því afli sem leisigeislar hafa. Þeir geta því verið nokkuð öflugir og ennþá hættulegra að fá þá í augun. Afl leisigeisla getur auðveldlega verið svo mikið að augað nær ekki að herpa sjáöldrin saman áður en aflið skaddar sjónuna.
Vísindasmiðja Háskóla Íslands dreifði 150 Ljósakössum - kössum með námsgögnum fyrir ljósfræðikennslu - á milli grunnskóla með unglingadeildir árið 2015. Í hverjum Ljósakassa var einn leisigeisli.
Leisigeislar eru gagnlegir með ýmsum verkefnum tengdum ljósbroti, sér í lagi alspeglun eins og í ljósleiðurum.
- Bucket of Light frá Harvard Natural Sciences Lecture Demonstrations
- Total Internal Reflection in a Stream of Water frá Collection of Physics Experiments