Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu/Saltsýra

Úr Kennarakvikan

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Saltsýra () er vetnisklóríðgas () leyst upp í vatni. Það er sterk sýra og er með pH-gildi í kringum -0,8 eða -1,0 fyrir 20-34% styrk m.v. massahlutfall.

Saltsýra er mikið notuð í iðnaði. Magasýrur mannfólks eru að miklu leyti saltsýra.

Innkaup[breyta | breyta frumkóða]

Saltsýra má fá í mismiklu magni en eini birginn sem höfundur þessa texta veit af er BYKO:

Notkun í kennslu[breyta | breyta frumkóða]

Öryggisatriði[breyta | breyta frumkóða]

Saltsýra er sterk sýra sem getur valdið alvarlegum bruna á húð, augnskaða og ertingu í öndunarfærum.

Vetnisklórgasið sem leyst er upp í vatninu losnar úr því og því þarf að gæta sín á að anda ekki að sér gufu eða ýringi af henni.

Við innöndun skal færa í ferskt loft, halda hita á viðkomandi, og í hvíld. Ef vafi leikur á greiningu skal leita læknis.

Við snertingu á húð skal fjarlægja föt sem efnið hefur farið á, skola með miklu vatni, og leita læknis.

Fyrir frekari viðbrögð, sjá öryggisblöð hér að neðan.

Öryggisblöð (SDS)[breyta | breyta frumkóða]

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]