Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu/Vetnisperoxíð
Úr Kennarakvikan
Lýsing[breyta | breyta frumkóða]
Vetnisperoxíð () er litlaus vökvi. Það er veik sýra og er með pH-gildi í kringum 6,2. Vetnisperoxíð er óstöðugt efni og brotnar auðveldlega niður í vatn og súrefni ef það er ekki geymt á köldum og myrkum stað.
Vetnisperoxíð er meðal annars notað til sótthreinsunar, við efnasmíðar, og til að aflita hár.
Vetnisperoxíð brotnar auðveldlega niður í vatn og súrefni. Geymist best í myrkri og svala (8-15 °C).
Innkaup[breyta | breyta frumkóða]
Vetnisperoxíð má fá í missterkum lausnum. Nokkuð veikar lausnir til heimilisnota væru t.d. 3% lausnir sem má finna í apótekum, en 35% til 50% lausnir má fá t.d. á N1.
- Vetnisperoxíð 3% (Gamla apótekið, 100 ml/1000 ml)
- Vetnisperoxíð 6% (Gamla apótekið, 100 ml/1000 ml)
- Vetnisperoxíð 10% (Gamla apótekið, 100 ml)
- Vetnisperoxíð 35% hjá Tandri (SDS)
- N1 hefur selt 35-50% vetnisperoxíð (SDS)
- Olís hefur selt 50% vetnisperoxíð (SDS)
Notkun í kennslu[breyta | breyta frumkóða]
Öryggisatriði[breyta | breyta frumkóða]
Vetnisperoxíðslausnir með 6% eða hærri styrk: Ætandi, berist efnið á húð skal skola strax með miklu vatni. Má ekki tæma í niðurföll. Veldur alvarlegri augnertingu.