Hæfniviðmið náttúrugreina/Rafmagn og segulmagn (10)
... getur nemandi útskýrt stöðurafmagn og tengsl rafmagns og segulmagns
Stöðurafmagn er svolítið ragnnefni því það lýsir ekkert endilega stöðugu ástandi, en hugtakinu vísar í krafta milli rafhleðsla. Rafmagn og segulmagn eru annars nágengd og í raun bara tvær hliðar sama fyrirbæris: Rafsegulmagns.
Rétt er að athuga að þessi fyrirbæri, rafmagn og segulmagn eru hins vegar safnheiti yfir önnur fyrirbæri sem rétt er að geta aðgreint.
Innan hugtaksins rafmagn er rétt að geta greint á milli:
- Rafhleðsla
- Rafsvið
- Rafspenna
- Rafstraumur
- Raforka
Og innan hugtaksins segulmagns er rétt að geta greint á milli:
- Segulsvið
- Seglun/segulvirkni
Hugtökin tengd segulmagni eru hér færri en í tilviki rafmagns og spilar þar m.a. inn í að ekki eru til neinar segulhleðslur (svo fremi sem við vitum; þetta er áhugaverð opin spurning í fræðilegri eðlisfræði) og því heldur ekki neinn segulstraumur. Reyndar er fyrirbærið segulflæði mikilvægt, en spilar ekki inn í fyrr en farið er dýpra í rafsegulfræði, t.d. eins og gert er á háskólastigi (mögulega snert á því í einhverjum áföngum í framhaldsskóla).
Til að skilja tengsl rafmagns og segulmagns er rétt að þekkja líka til hugtakanna:
- Rafsegulsvið
- Span (rafsegulspan, segulspan)
Verkefnahugmyndir[breyta | breyta frumkóða]
- Leikur að rafmagni - Verkefnasafn af vef Vísindasmiðjunnar með nokkrum einföldum verklegum æfingum.
- Pappírsrafrásir
Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]
- Eðlisfræði II: Rafsegulspan - Fyrirlestraskyggnur Jóns Tómasar Guðmundssonar