Mjólk og borðedik

Úr Kennarakvikan

Efni og áhöld[breyta | breyta frumkóða]

Áhöld Efni
2x bikarglös Mjólk
Desilítramál 14% ediksýra / borðedik
Matskeið
Trekt
Síupappír / kaffipoki

Verklýsing[breyta | breyta frumkóða]

  1. Settu einn desilítra (1 dl) af mjólk í glas. Bættu síðan einni matskeið (1 msk.) af borðediki í mjólkina. Hrærðu með skeiðinni. Hvað gerist? Ef ekki verður greinileg breyting má bæta aðeins meira af ediki út í mjólkina.
  2. Settu síupappír eða kaffipoka í trektina. Helltu mjólkinni með edikinu yfir pappírinn. Fylgstu með um stund og skráðu hjá þér það sem þú sérð. Notaðu gjarnan teikningu til að lýsa athugun þinni.
  3. Hvað heldur þú að hafi í raun gerst? Mundu að skrá athuganir þínar og svör við spurningunum.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Þessa tilraun má finna á bls. 11 í bókinni Efnisheimurinn eftir Hafþór Guðjónsson.

Höfundur bókarinnar Efnisheimurinn Hafþór Guðjónsson sést í myndbandi hér framkvæma þessa tilraun:https://vefir.mms.is/efnisheimurinn/k1.wmv